Gáfulegur landbúnaður

Gáfulegur landbúnaður

Guðni Ágústsson, fv. alþingismaður og landbúnaðarráðherra skrifar enn eina greinina til stuðnings Íslenskum landbúnaði í Fréttablaðið 27. maí 2020.

Það er fer Guðni fram af meira kappi en forsjá eins og oft áður. Hann hikar ekki við að setja fram hálfsannleik og villandi upplýsingar enda helgar tilgangurinn meðalið sem er að pressa á stjórnvöld að leggja meira á neytendur og skattgreiðendur fyrir Íslenskan landbúnaðar.

Það nægir víst ekki að við erum með dýrasta landbúnað í heimi og mestu hömlur á innflutning af öllum Evrópuþjóðum. Í Evrópu eru landbúnaðarafurðir í á frjálsum markaði eins og eðlilegt er, almenningi í hag, nema á Íslandi, Noregi og Sviss.

Góð ráð dýr
Á Íslandi kostar landbúnaður skattgreiðendur yfir 15 milljarða króna á ári og neytendur, með tollvernd og innflutningshömlum, um 25 milljarða króna til viðbótar.  Þetta gerir um 150.000kr. á ári á hvern einstakling.  Til að ná því inn þarf fólk um 250.000kr. hærri tekjur fyrir skatta.  Guðni og fleiri vilja mikið, mikið meira til landbúnaðarins. 

Skítt með fátækt fólk sem ekki hefur efni á almennilegum máltíðum og þarf að greiða hæsta matvælaverð í heimi og láta sér nægja óhollan ódýran mat sem dregur úr heilsu og ævilengd.  Skítt með börn í fátækt. Skítt með það þó hæsta matvælaverð í heimi fæli ferðamenn frá landinu, sérstaklega landsbyggðinni því það er dýrt að ferðast um landið. 

Það eina sem skiptir Guðna og skoðanabræður máli er að fá meira fé frá skattgreiðendum og neytendum. 

Falsörk og bull
Það eru nokkur atriði sem varðhundar Íslensk landbúnaðar beita fyrir sig.  Þau helstu eru: matvælaöryggi, kolefnisspor, sýklalyfjaónæmi, dýraníð og heilnæmt íslenskt vatn.

Matvælaöryggi verður best tryggt með frjálsum viðskiptum.  Sem betur fer verða engar skorður við þeim jafnvel í heimsfaraldri eins og Covid, þar sem þó allt leggst á hliðina.  Það er líka eins gott því til að framleiða 1 kg. af kjúklinga og svínakjöti þurfum við að flytja inn 2 kg. af korni og til að halda flóknum tækjabúnaði í landbúnaði gangandi þarf innflutning á íhlutum oþh.  Við flytjum enda út 99% af þeim fisk sem við veiðum og getum sem best borðað meiri fisk ef á þarf að halda.  Svo gætum við komið okkur upp öryggisbirgðum matvæla með langt geymsluþol, ef fólk vill raunverulegt matvælaöryggi.

Kolefnissporið er óhagstætt fyrir íslenska kjötframleiðslu af ofangreindum ástæðum.  Við þurfum að flytja meira inn í þá framleiðslu en sem nemur framleiðslunni.

Sýklalyfjanotkun til dýra mun vera talsverð í suður Evrópu.  Það er bannað í Evrópu eins og hér að nota sýklalyf í fæði dýra sem vaxtarhvata og ekki sannað að það sé gert. Við þurfum ekki að flytja inn matvæli frá bændum sem nota sýklalyf í óhófi. 

Dýraníð, það er varla minna hér en hjá nágrannaþjóðunum.  Við þurfum ekki að láta eins og hér sé allt í besta standi hvað þetta varðar, það sýnir sagan.

Vatnið sem hér rignir gufar í flestum tilvikum upp í Mexíkóflóa og rignir svo hér norður frá nokkrum dögum síðar. Dýr og plöntur skilja svo út öll óhreinindi sem kunna að leynast í því.

Spánn, gott verður, ódýrt að lifa

Þegar Guðni hefur lokið sér af í sérhagsmunabaráttunni fyrir bændur fer hann til Kanarí, ef hann þá er ekki þar þegar hann sendir greinararnar. Þar borða hann hin ágætu matvæli sem Spánn býður upp á og nýtur góða verðsins.  Enda öruggur því á meðalaldur Spánverja er hærri en Íslendinga, þrátt fyrir sýklalyfjanotkun í landbúnaði.

Aðrir verða að láta sér nægja að hýrast hér norður frá í kulda og trekki og borga hæsta verð í heimi fyrir matvælin, jafnvel fyrir ruslfæði.  Það hafa ekki allir efni á því að koma sér suður eftir í ódýr matvæli, sól og hita.

Það gáfulegt er hins vegar að breyta landbúnaðarstefnunni að hætti Evrópubúa, bæði bændum og neytendum í hag.  Það þarf ekki þjóðrembing og falfréttir. Það þarf bara að horfa á staðreyndirnar eins og þær eru.  Kerfið er til og nefnist opinn matvælamarkaður með hóflegum, vel útfærðum grunnstuðningi til virkra bænda.  Nánar um það hér https://betrilandbunadur.wordpress.com/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.