Sjávarútvegur

Í maí 2015 var fyrirkomulag úthlutunar á makrílkvóta til umfjöllunar á Alþingi.  Af því makríllinn er nýr á Íslandsmiðum og vegna langvarandi deilna um kvótakerfið hefði verið áhugavert að bjóða kvótann upp í stað þess að úthuta eftir aflareynslu þeirra stóru og sterku sem höfuðu möguleika á að afla sér reynslu með tilraunaveiðum.

Ég sendi Alþingi að gamni inn svohljóðandi umsögn um málið:  „Heimildir til veiða á Makríl verði boðnar upp. Þetta verði tilraunaverkefni næstu 3 ára. Settar verði reglur og skilyrði sem tryggi lágmarks dreifingu milli útgerða á landinu. Einnig hugsanlega skilyrði um lágmarksverð og hvort allir megi ganga inn í lægsta gilda tilboð.“

Miklar deilur urðu um málið á Alþingi og tillaga sjávarútvegsráðherra um úthlutun veiðiheimilda til 5 ára var ekki samþykkt og reyndar ekki heldur sú leið sem ég lagið til.

Æ augljósar verður að eðlilegt og réttlátt er að bjóða upp aflaheimildir, að sjálfsögðu með skilmálum og eftir skýrum reglum sem tryggir stöðugleika og framfarir.