Húsnæðismál

Húsnæðisverð sveiflast mikið eftir efnahagsástandi. Í kreppum snarminnkar eftirspurn og verð lækka. Í þennslum vantar íbúðir og verð snarhækka.

Vegna sveiflnanna hrynur byggingaiðnaðurinn reglulega og þekking glatast, jafnvel úr landi. Meðalframleiðslukostnaður er hærri en væri ef hægt væri að framleiða jafnt og þétt.

Fjöldi fólks er í húsnæðisvandræðum ýmist vegna hárra verða í þennslum eða lágra tekna í kreppum.  Fyrstu kaupendur, aðallega ungt fólk og nýbúar ræður margt ekki við að fjárfesta í íbúð og festist jafnvel í leiguhúsnæði árum saman ef ekki í fátæktargildru ævilangt.

Ef fjársterkir aðilar myndu fjármagna jafna framleiðslu húsnæðis, þannig að framleiða mætti jafnt og þétt, mætti bæta hér úr.  Ef vertakar geta unnið að byggingum jafnt og þétt safnast fyrir hjá þeim þekking, geta og færni og það má skipuleggja framleiðsluna betur. Við það lækkar kostnaðarverð.

Við jafnt framboð dregur líka úr verðþennslu húsnæðis. Almenningur ætti þá kost á íbúðum á 20% til 30% lægra verði en við núverandi aðstæður.

Húsnæðis og mannvirkjastofnun spáir til langs langs tíma um hversu margar íbúðir þarf inn á markaðinn árlega.  Lífeyrissjóðirnir gætu til dæmis auðveldlega beitt fjármagni sínu til að jafna sveiflurnar, sjá grein hér neðar.

Í eftirfarandi greinum er fjallað um húsnæðismál og mögulegar lausnir.

Tilvísanir

Jöfnum sveiflur og lækkum verð, grein í Fréttablaðinu í apríl 2020

Hugsað út fyrir kassann, grein í Fréttablaðið í mars 2018