Atvinnugreinar framtíðarinnar

Gömlu góðu atvinnugreinarnar hafa byggst á nýtingu náttúruauðlinda, en líka þekkingu:

  • Sjávarauðlindin virðist mikið til vara fullnýtt.  Þó mun sjávarútvegurinn geta aukið verðmætasköpun og framleiðni mikið og mun gera það á næstu árum. Fiskeldi mun væntanlega stórvaxa og fleira gott.
  • Orkuauðlindirnar eru miklar miðað við fólksfjölda. Góðum virkjanakostum fer þó fækkandi vegna verndunarsjónarmiða. Verðmæti vistvænnar orku mun aukast á næstu árum.  Orkan mun því halda áfram að bæta lífskjör okkar í framtíðinni en það þarf talsvert meira til. Olía kann að finnast en óljóst með nýtingu og arðsemi.
  • Landbúnaðurinn þarfnast endurskipulagningar. Tekjur standa bara undir aðföngum, laun koma frá skattgreiðendum.  Fella þarf niður tollvernd í áföngum, bæta framlegð og vöruþróun og losa um höft.

Atvinnugreinar framtíðarinnar eru skapandi starfsemi ýmis konar, kvikmyndagerð, hugbúnaðargerð og hátækiniiðnaður sem byggist á góðri menntun.  Hér undir falla Össur,  Marel og CCP fleiri fyrirtæki.

Ferðaþjónustan orðin stæsta atvinnugreinin og vex hratt.  Efla þarf innviði, bæta aðstöðu á aðal ferðamannastöðunum og koma upp öflugum afþeyingar og upplifunarmöguleikum á borð við Bláa lónið.  Þá mun ferðþjónustan halda áfram að vaxa og dafna og bæta lífsjör okkar.

Efnahagsstefnan verður að byggja undir framtíðar atvinnugreinarnar þannig að þær geti staðið undir lífskjarabata meðal þjóðarinnar.