Landbúnaður

Ísland er norð­læg og harð­býl eyja. Vaxt­ar­tím­i gróðurs er stuttur því veð­ur­far er kalt. Við getum ekki fram­leitt öll mat­væli og það sem við fram­leiðum kostar yfirleitt mik­ið.

Sunnar á hnett­inum vex græn­meti utan húss með ókeypis sól­ar­ljósi og hita og skepnur ganga úti allt árið. Líf­ræn ræktun er auð­vald­ari, notkun til­bú­ins áburðar minni og fjár­fest­ing til­tölu­lega lít­ill.

Við styðjum landbúnaðinn um 15 milljarða kr. á ári á fjárlögum (2018) og stuðningur neytenda í formi hærri matarverða en væru án tollverndar og innflutningshamla er um 25 milljarðar kr.  Samtals nýtur greinin um 40 milljarða kr. stuðnings árlega.  Auk þessa er óbeinn stuðningur fólgin í innviðum ýmis konar í dreifbýlinu sem miðast við lítli dreifð fjölskyldubú sem í flestum tilvikum eru til staðar vegna ofangreinds stuðnings.  Þessi óbeini stuðningur er gríðarlega mikill, en ekki augljós, né hvernig á að meta hann.

Búvörusamningar
Árið 2016 var gerðu þ.v. stjórnvöld nýjan búvörusamning við Bændasamtökin sem fest í setti landbúnaðarkerfi sem er óhagstætt bændum, neytendum, skattgreiðendum og umhverfinu til 10 ára.

Logo samstarfsaðila um umbætur í þágu almennings
Logo samstarfsaðila um umbætur í þágu almennings

Undir árslok 2015 tóku Neytendasamtökin, ASÍ, FA, SvÞ, FEB, ÖBÍ, Félag skattgreiðenda og Viðskiptaráð upp óformlegt samstarf um að freysta þess að sporna við búvörusamningum að mínu frumkvæði.

Hópurinn mótaði þá sameiginlegu afstöðu að við gerð búvörusamninga ætti að miða við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Þær ganga út á niðurfellingu tollverndar landbúnaðarins og aðgerðir til að auka framlegð.

Samtökin ákváðu að beita sér gagnvart þeim sem stýrðu ferðinni við gerð búvörusamningana.

Fulltrúar samtakanna áttu fundi með landbúnaðarráðherra, Bændasamtöknum og fjármálaráðherra í janúar og febrúar 2016 og héldu opið málþing.  Ekki var hlustað á tillögur hópsins.  Búvörusamningar framlengja úr sér gengið kerfi sem gagnast hvorki bændum, neytendum né skattgreiðendum.

Andstaða var samt allnokkur við málið á Alþingi og í þjóðfélaginu.

Ég lagði nokkra mánaða vinnu í málið.  Meðal annars tók ég saman fjárhagslegar upplýsingar um landbúnaðinn, setti upp heimasíðu og facebook síðu.

Mynd 3. Stuðningur á býliVið vinnslu fjárhagslegra upplýsinga um landbúnaðinn hafði ég sambandi við háskólamenn sem skoðað hafa hag landbúnaðarins frá ýmsum hliðum og oft er leitað til um álit á landbúnaðarmálunum. Þeir helstu eru Þórólfur Matthíasson prófessor við HÍ, Daði Már Kristófersson prófessor við HÍ og Sigurður Jóhannesson forstöðumður Hagfræðistofnunar HÍ.

Meðal þess nýja sem fjárhagslega samantektin sýnir er að auk stuðnings skattgreiðenda og neytenda við bændur, styðja neytendur í gegnum hærri matarverð vegna tolla á matvælum, matvælavinnslur um 12,6 milljarða króna á ári.  Þórólfur og ég skiluðum svo frá okkur ritrýndri grein varðandi stuðningi neytenda við sláturhús og vinnslur.

Photo Arnaldur Halld—rsson

Setti upp heimasíðuna Betri landbúnaður um ýmislegt sem betur má fara í landbúnaðinum og tillögur til úrbóta.  Þar sem finna má fjárhagslegt yfirlit og drög að nýrri landbúnaðarstefnu sem taki við af núverandi fyrirkomulagi.

FBblSetti einnig upp facebook síðuna Betri landbúnaður um málið.

Við Jóhannes Gunnarsson, fv. formaður Neytendasamtakanna sendum frá okkur tvær greinar um neytendahlið landbúnaðarmálanna.  Sú síðari heitir Víst getur matarverð lækkað um 35% og kom í Fréttablaðinu og á visir.is, 26.5.2016.

S2, viðtalStöð 2, Fréttir, tók í framhaldi af greininni viðtal við mig um „nýgerða búvörusamninga sem festa í sessi kerfi sem vinnur gegn hagsmunum neytenda“ þann 21.4.2016

Fréttatíminn og Hringbraut fjölluðu svo ítarlega um búvörusamningana og vitnuðu óspart til útreikningana mína sérstaklega varðandi stuðning neytenda við stórfyrirtæki í vinnslu landbúnaðarafurða.

Tilvísanir
Betri landbúnaður – Heimasíða
Betri landbúnaður – fjölbreyttari matvara á betra verði Facebook síða
Fjölmiðlaumfjöllun
Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum – Ritrýnd ritgerð eftir Guðjón Sigurbjartsson og Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor, Þjóðarspegillinn, 2016
Nýgerðir búvörusamningar festa í sessi kerfi sem vinnur gegn hagsmunum neytenda – Stöð 2, Fréttir, viðtal við Guðjón Sigurbjartsson, 21.4.2016
Land og sauðir – Grein eftir Guðjón Sigurbjartsson í Mbl. 28.9.2019