Ævin

Helstu störf hingað til eru rekstur eigin fyrirtækis Tanna, fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur (nú Orkuveita), yfirmaður fjármála og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar (nú Velferðarsvið), stundakennari við MR í tvo vetur og fleira. 

Er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1982.

Þykkvibær ´90
Þykkvibær séð til norðvesturs, Rangárþing ytra áður Djúpárhreppur / Thykkvibaer viewing northwest, Rangarthing ytra former Djuparhreppur.

Ég er fæddur 23. ágúst 1955 í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu. Þykkvibærinn er sagður elsta sveitaþorp á landinnu.  Áður fyrr var hann umflotinn vatni en 1928 tókst að stífla Rangá við Djúpós og þá kom mikið land undan vatni.  Kartflurækt í atvinnuskyni hófst upp úr 1960 og varð aðalatvinnugreinin í sveitinni.  Á seinni árum hefur fækkað talsvert í sveitinni eins og víðar til sveita.

Kór Hábæjarkirkju á Þjórsármóti um 1955. Stjórnandi Sigurbjartur Guðjónsson.
Kór Hábæjarkirkju á Þjórsármóti um 1955. Stjórnandi Sigurbjartur Guðjónsson.

Faðir minn, Sigurbjartur Guðjónsson, var oddviti í Þykkvabæ, í sýslunefnd Rangárvallasýslu og meðal frumkvöðla í karföflurækt.  Hann var organisti Hábæjarkirkju og stjórnaði kirkjukórnum.  Mörgum þykir gaman að minnast þess að Ríkisútvarpið tók upp nokkur lög með kórnum árið 1954 og þau eru enn spiluð á RÚV.

Gíslína Jónsdóttir (sitjandi) og þálifandi börn hennar 1968. Dóra er fjórða frá vinstri.
Gíslína Jónsdóttir (sitjandi) og þálifandi börn hennar 1968. Mamma Dóra er fjórða frá vinstri.

Móðir mín, Halldóra Magnúsdóttir, var frá Vestmannaeyjum. Hún ólst upp í stórri fjölskyldu sem oft er kennd við Skansinn.  Tvær systur mömmu „Dóru“ fluttu í Þykkvabæinn á eftir henni og stofnuðu fjölskyldur sem eru í dag fjölmennar og hafa dreifst víða.

Guðjón á ML, ljósm. Helgi J. Hauksson, 1974
Guðjón á ML, ljósm. Helgi J. Hauksson, 1974

Eftir grunnskóla og landspróf á Skógum lá leiðin á Laugarvatn í ML.  Rokktónlist og gítarleikur var aðal áhugamálið og því lá beint við að stofna skólahljómsveit ásamt skólafélögum, sem fékk nafnði Lótus.  Við vorum það áhugasamir að tvö sumur héldum við saman og spiluðum fyrir almennum dansleikjum á Austurlandi, 1974 frá Eskifirði og sumarið 1975 frá Norðfirði.

"Sjálfa" þess tíma. Guðrún og Guðjón bregða á leik um 1982
„Sjálfa“ þess tíma. Guðrún og Guðjón bregða á leik um 1982

Það var í Háskóla Íslands árið 1978 sem ég kynntist eiginkonunni, Guðrúnu Barböru Tryggvadóttur.  Við giftum okkur 1980 í Landakotskirkju meðal annars af því Guðrún er kaþólsk en afi hennar kom frá Þýskalandi.

Nokkrir kirkjugesta í giftingu Guðrúnar og Guðjóns. Fremri röð t.v. Tryggvi Eyjólfsson, Anton Schnider, Guðrún Lilja, Gíslína Jónsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir. Aftan við Anton er Sigrún. Aftan við Gunnu, tv. Hjördís, th. Gíslína aftan við ömmu sína og lengst th. Ólafur Biron.
Nokkrir kirkjugesta í giftingunni. Fremri röð t.v. Tryggvi Eyjólfsson , Anton Schnider, Guðrún Lilja, Gíslína Jónsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir. Aftaari töð m.a. Sigrún, Hjördís, Gíslína og Ólafur Biron.

Dætur okkar Guðrúnar Barböru

Meðal dásamlegra ávaxta hjónabandsins, dæturnar Sigrún Lilja og Dóra Björt.
Dætur okkar Guðrúnar Barböru þær Sigrún Lilja og Dóra Björt.

Sigrún Lilja er fædd árið 1981.  Hún hefur meðal annars starfrækt eigin fyrirtæki, Gyðja Collection sem hannar og framleiðir meðal annars ilmvötn og rakspíra.

Dóra Björt fæddist árið 1988.  Hún bjó í nokkur ár í Oslo, Noregi og stundaði háskólanám og störf.  Hún er með BA próf frá UiO sem heimspekingur og alþjóðafræði og stundar mastersnám í stjórnmálafræði og alþjóðafræði við HÍ.  Dóra hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri Stúdentaþings Oslóarháskóla og staðið fyrir stofnun félagsins Feministisk Forum í Oslo, sem berjast fyrir jafnrétti.

HÍÉg hóf árið 1977 nám í sálfræði við Háskóla Íslands.  Ári síðar skipti ég yfir í viðskiptafræði sem hentaði mér betur og lauk MS námi í þeirri grein 1982.

Meðal sumarstarfa milli námsára var starf lögreglumannsí Reykjavík tvö sumur, áhugaverð reynsla.

Eftir útskrift úr viðskiptafræði, réðst ég til starfa hjá Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, nú Velferðarsviði, sem yfirmaður fjármála og rekstrardeildar.  Félags- og velferðarmálin í borginni eru umfangsmikill málaflokkur.  Þar er fjárhagsaðstoð, heimaþjónusta til öryrkja og aldraðra, fjölskylduheimili, öldrunarþjónusta, vist-, þjónustu- og hjúkrunarheimili og fleira.  Starfsmenn voru á annað þúsund talsins og veltan nam milljörðum króna.

OR logo 2Árið 1988 var ég ráðinn fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem varð að Orkuveitu Reykjavíkur eftir sameiningu við önnur veitufyrirtæki.  Orkugeirinn er mikilvægur málaflokkur.  Talsvert er um erlent samstarf sem bætir þjónustuna og víkkar sjóndeildarhringinn.

Árið 1998 flutti ég mig yfir í einkageirann til Verkfræðistofunnar Vista sem markaðs- og fjármálastjóri og var þar í rúm 2 ár.

Árið 2001 tókið svo við framkvæmdastjórn í eigin fyrirtæki Tanna.  Tanna auglýsingavörur var um 10 manna fyrirtæki í innflutningi og sérmerkingum á vörur fyrir viðskiptavini með þeirra vörumerkjum.  Vörurnar voru aðallega léttur vinnufatnaður, pennar og fleira sem fyrirtæki nota til að kynna sig.  Árið 2014 seldu hjónin fyrirtækið sem þau höfðu átt og þróað í 23 ár.

Síðan hef ég meðal annars varið all nokkrum tíma í tvö stór samfélagsmál, sem áhugamaður.

IMG_7173

Vorið 2015 stofnaði ég ásamt fleirum Samtök um betri spítala á betri stað til að berjast fyrir betri staðsetningu nýja Landspítalans.  Samtökin berjast fyrir því að gert verði fagleg staðarvalsgreining fyrir nýja Landspítalann.  Ég hef sinnt einskonar framkvæmdastjórastarfi samtakanna, sem áhugamaður. Verkefninu er lýst hér.

Fyrirsögn

Annað samfélagslegt verkefni sem ég hef sinnt varðar umbætur í landbúnaði með hag almennings að leiðarljósi.  Ég hef haft áhuga á umbótum í landbúnaðarmálum þó ég komi úr sveit og hef skoðað landbúnaðarmálin mjög vel og beitt mér fyrir sjónarmiðum neytenda, sjá nánar hér.