Orkumál

Orkumál mjög mikilvægur málaflokkur því þau skipta svo miklu fyrir þjóðina. Ég kynntist málaflokknum náið sem fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur á sínum tíma.

Tilkoma hagnýtingar hitaorkunnar bætti lífskjör þjóðarinnar verulega og það sama má segja um raforkuna. Það að þessir orkugjafar eru umhverfisvænir skiptir líka afar miklu máli.

Framundan er væntanlega stóraukin nýting vindorkunnar með vindorkugörðum. Sæstrengur er til umræðu í þjóðfélaginu og hvort við eigum að hafna honum eða nýta kosti hans ef hann telst raunhæf fjárfesting fyrir fjárfesta.

Markaðsvæðing að hætti Evrópu, eða áætlanabúskapur eins og hann var, allt á vegum opinberra aðila? Það er margt að athuga og margar áhugaverðar spuringar.

Greinar:

Virkjum Elliðaárdalinn – Grein um dalinn og virkjunina í honum

Framsækin orkustefna getur skilað miklu – Grein í Mbl. 3.6.2019 – Höfundar:
– Egill Benedikt Hreinsson, rekstrarverkfræðingur og prófessor emeritus í raforkuverkfræði
– Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og f.v. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur

Orkupakkinn í stóra samhenginu – Grein í Mbl. 3.12.2018