Heilbrigðismál

Til að bæta heilbrigðisþjónustuna hafa hin Norðurlöndin verið að innleiða viðbótar heilsutryggingar (samanber viðbótar lífeyrissparnaður). Um er að ræða valfrjálsa viðbót við opinberar sjúkratryggingar (sem mér finnst að ætti að kalla heilsutryggingar) sem starfsmenn semja um við vinnuveitendur sína innan ramma sem stéttarfélög og stjórnvöld þurfa að innleiða.  Vel tryggð heilbrigðisþjónusta kemur öllum vel, starfsmanninum, fyrirtækinu og öðrum óskyldum því geta heilbrigðiskerfisins eykst. Grein um þetta hér.

Notendur heilbrigðisþjónustunnar eru dreifður hópur og heldur ósamstæður.  ÖBÍ kemst næst því að tala fyrir munn hópsins og SÍBS að hluta.  Fyrirkomulaginu fylgja hagsmunaárekstrar og það er ómarkvisst.  Það þarf að stofna ný samtök notenda heilbrigðisþjónustunnar. Um það fjallar grein í Mbl. sem má nálgast hér.

Það myndi bjarga nokkrum mannslífum á ári og bæta önnur að staðsetja sjúkraþyrlur á lykilstöðum á landinu svo sem við viðbragðsmiðstöðina á Selfossi.  Um þetta fjallar úttekt og grein sem má nálgast hér.

 

Tilvísanir:

Heilbrigt kerfi.  Grein í Fréttablaðinu 9. júní 2021.

Betri spítali á betri stað.

Samtök notenda heilbrigðisþjónustunnar grein í Morgunblaðinu 3. apríl 2018.

Betra viðbragð borgar sig, grein um viðbragðsmiðstöðvar, sjúkraþyrlur, sjúkrabíla og tengd atriði.

Hei – tætum niður biðlistana, fólk þarf ekki að bíða lengi eftir liðskiptiaðgerðum.  Það er hægt að fara á gott sjúkrahús erlendis með litlum fyrirvara.