Samgöngumál

Samgöngur eru með mikilvægustu innviðum hvers þjóðfélags.  Fjárfesting í þeim er yfirleitt mjög arðsöm.

Forgangsröðun skiptir hér miklu.  Þar vegast á sjónarmið eins og öryggismál og sanngirnismál milli byggðarlaga.  Öryggismál snúa að því að fækka dauða- og stórslysum sem mest.

Einnig skiptir stóra myndin miklu máli svo sem staðsetning helstu flugvalla í tengslum við aðrar almenningssamgöngur, sjúkrahús og slíkt.

Samtök um Betri spítala á betri stað í stað vilja faglega staðarvalsgreiningu til þess að finna út hvar best er að byggja nýjan Landspítala.   Hef unnið mikið að þessu verkefni undanfarin ár, sjá hér neðar.

Það myndi bjarga nokkrum mannslífum á ári og bæta önnur að staðsetja sjúkraþyrlur á lykilstöðum á landinu svo sem við viðbragðsmiðstöðina á Selfossi.  Um þetta fjallar úttekt og grein, sjá hér neðar.

Tilvísanir:

Betri spítali á betri stað.

Fluglestin, grein árið 2013.

Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 10.8.2016.

Suðurlandsflugvöllur, greinar 2017

Hálendisvegir, skýrslur og greinar árið 2017 og 2018

Betra viðbragð borgar sig, grein um viðbragðsmiðstöðvar, sjúkraþyrlur, sjúkrabíla og tengd atriði.