Málefni

Skoðanir

Ég hef mikinn áhuga á málefnum samfélagsins, stjórnmálum og hef tekið þátt í grasrótarstarfi nokkurra stjórnmálaflokka.  Síðustu ár hef ég talið mig til Pírata, sem er áhugaverður flokkur í mótun.  Hvet alla sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum að prufa.

Þessu tengt er að skrifa greinar og tjá sig á facebook, twitter og víðar á veraldarvefnum.

Áhugaverðir möguleikarnir sem hafa opnast með vefnum bæði til að finna upplýsingar og tjá sig á samfélagsmiðlum.  Þetta er að breyta pólitíkinni.  Því fleiri sem taka þátt í þjóðfélagsumræðunni því betra.  Málefnin eru oft flókin og gott að sem flestir leggi lið í að greina og móta málefnin.