Á Íslandi ríkir svokallað ráðherraræði. Ráðherrarnir fara með æðsta vald í sínum málaflokki og þurfa ekki samþykki ríkisstjórnar fyrir athöfnum sínum. Fagráðherrar standa margir fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni sinna málaflokka á kostnað almennings.
Til að breyta þessu þurfum við helst að breyta stjórnarskránni en þar sem það verður víst bið á því mætti athuga gera ríkisstjórnir „fjölskipað stjórnvald“ með samkomulagi milli flokka í stjórnarsáttmála. Það væri skref í rétta átt í þágu almannahagsmuna.
Um þetta fjallar grein í Fréttablaðinu 3.3.2020
