Þjóðhagslegur ábati af beislun vindorkunnar og hækkun raforkuverðs ef til tengingar við raforkumarkað Evrópu kemur, getur orðið gríðarlega mikill. Raforkuútgjöld meðalheimilis munu hækka lítillega, segjum um 10.000kr á ári en þjóðhagslegur ábati gæti hins vegar numið um 1 milljón króna á ári mælt á heimili. Tekjur ríkis og sveitarfélaga munu aukast um marga tugi milljarða króna og verða a.m.k. álíka miklar og af ferðaþjónustunni.
Grein í Morgunblaðinu 3.6.2019 eftir þá Egill Benedikt Hreinsson, rekstrarverkfræðing og prófessor emeritus í raforkuverkfræði og Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og f.v. fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur,