Orkupakkinn í stóra samhenginu

Danski hagfræðingurinn Lars Christensen, skoðaði ásamt teymi sérfræðinga skilvirkni, orkumarkaðinns á Íslandi og gaf út skýrsluna Our Energy 2030 í maí 2016, fyrir Samtök iðnaðarins.  Samkvæmt henni þarf þrjár breytingar á okkar raforkumarkaði til að frjáls samkeppni virki vel:

1. Skipta þarf Landsvirkjun upp. Hún framleiðir um 70% raforkunnar og er því of markaðsráðandi til að markaðurinn virki fullkomlega.

Almenningur þarf ekki að eigi orkukerfið til að fá arð af auðlindinni og njóta lágra orkuverða. Þjóðin getur fengið sínar tekjur af orkuauðlindum í formi auðlindarentu og skatta, samanber sjávarútveginn.

2. Fjölga þarf hluthöfum að Landsneti sem flytur orkuna til kaupenda til að jafna aðgang orkuframleiðenda að markaðinum.

Landsvirkjun sem á núna langstærsta hlutann getur ráðið mestu um hvað er framkvæmt við flutningsnetið. Mikilvægt er að slíkar ákveðnar séu teknar út frá heildarhagkvæmni.

3. Koma þarf upp spottmarkaði fyrir raforku til þess að laða fram sveigjanlega verðmyndun og nýtingu afgangsorku.

Þetta varðar til dæmis hleðslu á rafmagnsbílum í framtíðinni. Hleðsla rafbíls getur til dæmis verið stillt þannig að hún fer í gang þegar verð lækkar í tiltekið verð eða undir morgun ef það næst ekki.

Af hverju samkeppni á orkumarkaði?
Virk samkeppni nýtist neytendum þrýstir verðum niður og eykur fjölbreytni og gæði vöru og þjónustu.

Upp úr 1990 tóku Norðmenn, Bretar, Ný-sjálendingar og fleiri að innleiða samkeppni á orkumakaði.

Árið 1996 gaf Evrópusambandið (ESB) út grunnreglur fyrir sameiginlegan orkumarkað Evrópu sem flest þróaðri lönd fylgdu.

Árið 2003 voru tekin hér skref í átt að markaðsvæðingu raforkugeirans að hætti EES.  Samkeppnisstarfsemi var aðskilin frá einkaleyfisþáttum fyrtækja raforkuiðnaðarins. Megin flutningslínur raforku um landið voru færðar í Landsnet.

Árið 2005 tók gildi orkustefna ESB með skylduaðild allra EES ríkjanna.

Regluverkið er enn í þróun samanber orkupakka 3.

Samkeppni yfir landamæri – Sæstrengur til Skotlands
Samkeppni innan landa er góð en alþjóðleg samkeppni er jafnvel betri. Þetta á við um orku eins og aðra vöru og þjónustu.

Áætlað hefur verið að útflutningstekjur raforku um 1000MW sæstreng verði um 100 milljarða kr. á ári, við Skotlandsstrendur og að landsframleiðslan muni vaxa um 1,6% sem gerir um 100.000kr. á mann á ári eða um 400.000kr. á fjögurra manna heimili.

Styrkja þarf orkuflutningskerfið viða um land með tilkomu sæstrengs.  Fá mætti þann kostnað greiddan hjá sæstrengsfyrirtækinu með eins konar aðgöngugjaldi að flutningskerfinu.

Sæstrengur verður ekki lagður nema í einkaframkvæmd á ábyrgð fjárfesta. Fjárfestar munu ekki leggja í framkvæmdina nema að stjórnvöld styðji framkvæmdina því að verkefnið kallar á verulegar framkvæmdir við raforkuflutningskerfið og útvegun raforku til að nýta strenginn.

Þó að verðmæti raforkunnar aukist umtalsvert við opnun nýrra markaða um sæstreng hækkar verð til 90% heimila ekki. Fáir hér munu finna fyrir hækkun raforku aðrir en stórnotendur. Almenningur mun hins vegar hagnast af auðlindagjöldum og fleiru ef stengur verður að veruleika.

Það fylgja sæstreng ýmsir fleiri kostir.  Hann eykur afhendingaröryggi þannig að ef hér verða náttúruhamfarir sem gera virkjanir óstarfhæfar mætti ef til vill flytja inn orku þar til úr rætist.  Þá bætir stengurinn nýtingu vatnsaflsvirkjana því hægt er að flytja inn ódýra næturorku sem stundum stendur til boða.

Umhverfisáhrif
Til að nýta sæstreng þarf að auka orkuframleiðslu í landinu um sem nemur um tveimur virkjunum á borð við Búrfellsvirkjun eða rúmlega það. Tilkoma strengsins bætir reyndar nýtingu kerfisins um sem nemur einni slíkri virkjun vegna ódýru næturorkunnar.  Umhverfisvæn orka héðan getur dregið úr notkun meira mengandi orku í Bretlandi.

Það sneiðist um vatnsafls- og hitaorkukosti hér og líklegt að vindorka verði nýtt.  Við höfum nóg af henni með litlum og fullkomlega aftur kræfum umhverfisáhrifum.

Ýmsar áskoranir tengjast þó lagningu háspennulína og staðsetningu virkjana, en mikil vitunarvakning hefur orðið um umhverfismál og ljóst að það verður passað vel upp á að umhverfisáhrif af því sem þarf til vegna raforku útvegunar fyrir sæstreng verði frekar lítil.  Á heimsvísu verður verkefnið mjög umhverfisvænt.

Orkupakkinn og almannahagur
Þriðji orkupakkinn varðar reglur um sameiginlegan orkumarkað Evrópu með hagsmuni neytenda í forgrunni.

Við höfum tekið skref í átt að markaðsvæðinu orkugeirans og þurfum að ljúka því verki fyrir neytendur í landinu.  Evrópski orkumarkaðurinn er mikilvægur fyrir frændur okkar Norðmenn og vont að bregða fæti fyrir þá. Ef reglur markaðarins liggja fyrir eru meiri líkur á að einkaaðilar sýni sæstreng áhuga. Ef af sæstreng verður verður það mjög hagfellt fyrir almenning í þessu landi.

Það er því ekkert að óttast við að staðfesta þriðja orkupakkann heldur mögulegt að það verði okkur mjög hagfellt.

Höfundur: Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur

Tilvísanir:
Our Energy 2030

Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining. Kvika og PÖYRY. 12. júlí 2016.

Þriðji orkupakkinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.