Með betra skipulagi björgunar og viðbragðsmála hér á landi má bæta viðbragð í mörgum neyðartilvikum og mögulega bjarga um 10 mannslífum árlega að jafnaði og minnka varanlega skaða margra annara.
Hér er því um afar mikilvægt mál að ræða sem bætir líf fólks og er þjóðhagslega hagkvæmt.
Um þetta fjallar greinin Öflugra viðbragð borgar sig sem birtist í Fréttablaðinu og á visir.is þann 12.1.2017. Í greininni er lagt til að sett verði upp „viðbragðsmiðstöð“ í hverjum landsfjórðungi fyrir sjúkraflutninga, slökkvilið, leit og björgun. Einnig að hver viðbragðsmiðstöð hafi sjúkrabíla, slökkvibíla, leitarbíla og þyrlu ásamt tilheyrandi búnaði og starfsliði.
Þann 26.6.2017 birtist á vef Velferðarráðuneytisins Skýrsla fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum. Í skýrslunni leggur sérfræðingahópur til að Íslendingar taki upp notkun sérhannaðra sjúkraþyrlna með sérmenntaðri áhöfn til að flytja bráðveika og slasaða sjúklinga á Landspítalann. Vill hópurinn gera tilraun með að nota slíka þyrlu á Suður- og Vesturlandi og ef vel gengur að færa skipulagið úr í aðra landshluta.
Tilvísanir:
Aukin aðkoma Landhelgisgæslunnar að sjúkraflugi til skoðunar, 12.2.2018. „Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að meta hvort ávinningur sé af því að auka aðkomu Landhelgisgæslu Íslands að sjúkraflugi.“
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur, 27.6.2017, frétt um sjúkraþyrlur.
Skýrsla fagráðs um sjúkraflutninga með þyrlum, 26.6.2017, Velferðarráðuneytið
Sjúkraflutningar með þyrlum, 1.6.2017. Skýrsla þessi fjallar um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi og leggur til að stofnað verði til tilraunaverkefnis með sjúkraþyrlu fyrir Suður- og Vesturland. Höfundur skýrslu fyrir hönd fagráðs sjúkraflutninga: Viðar Magnússon, svæfinga- og gjörgæslulæknir, MBA
Björn Gunnarsson‚ barna-, svæfinga- og gjörgæslulæknir – Um sjúkraflug
Öflugra viðbragð borgar sig, 12.1.2017. Grein í Fréttablaðinu og á visir.is eftir Guðjón Sigurbjartsson. Í greininni er lagt til að sett verði upp „viðbragðsmiðstöð“ í hverjum landsfjórðungi fyrir sjúkraflutninga, slökkvilið, leit og björgun, með þyrlum og tilheyrandi búnaði.
Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi – Skoða kaup á sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi
Mannvit – Aðferðir við að meta kostnað umferðarslysa og virði lífs – Október 2014