Suðurlandsflugvöllur

Um 2,2 milljónir ferðamanna munu fara um Keflavíkurflugvöll árið 2017.  Samkvæmt spám mun ferðamönnum fjölga áfram næstu áratugi.  Æskilegt er að alþjóðaflugvellir vaxi upp á fleiri stöðum á landinu en Keflavík sérstaklega ef það er hagkvæmt í einkaframkvæmd sem ýmislegt bendir til að myndi eiga við um mögulegan Suðurlandsflugvöll.

Ef leggja á Reykjavíkurflugvöll af þarf nýjan varaflugvöll ekki allt of langt frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík.  Fjarlægðin til Egilstaða og Akureyrir er heldur mikil því það kostar talsvert að hafa nægilega mikið auka eldsneyti á flugvélunum til að ná á þá velli ef eitthvað bjátar á í Keflavík.  Það er mikilvægt að varaflugvöllur sé hæfilega langt frá aðalflugvellinum, en ekki of nálægt til dæmis hvað veðurfar og gosáhrif varðar.

Um 90% ferðamanna til landsins fara um Suðurland.  Margir þeirra, og hluti innlendra ferðamanna til útlanda myndu nýta alþjóðaflugvöll á Suðurlandi.  Á Suðurland eru helstu ferðamannastaðir landsins fyrir utan Reykjavík, Gullfoss og Geysir.  Fjarlægð Suðurlands frá Höfuðborgarsvæðinu er ekki meiri en það að margir sem ferðuðust um Suðurlandsflugvöll myndu skreppa til Reykjavíkur.

Í tengslum við alþjóðaflugvöll á Suðurlandi mun vaxa upp þjónusta, hótel og veitingastaðir.  Þetta myndi efla landið sem ferðamannaland með því að skapa aukna fjölbreyttni og betri þjónustu.

Málið er svo áhugavert að ég skrifaði tvær greinar um það 2016 og 2017, sjá tilvísanir.  Ljóst er að fleiri hafa verið að velta málinu fyrir sér, sumir í áratugi.  Á stríðsárunum, seinni, var flugvöllur á vegum Breta í nágrenni Selfoss.

Í nóvember 2017 komu fréttir af því að Sveitarfélagið Árborg áformar að láta gera faglega úttekt á því hvort það er hagkvæmt í einkaframkvæmd.

Í nóvember 2019 var fjallað um varaflugvallamál fyrir alþjóðaflugið m.a. í Mbl. 7.11.19.

Tilvísanir:

Góð lending á Suðurlandi. Grein í Mbl. 7.11.2019

Það hillir undir Suðurlandsflugvöll í Mbl. 17. júní 2017.  Færð eru rök fyrir alþjóða- og innanlandsflugvelli á Suðurlandi, í stað Hvassahrauns.  Textinn í læsilegra formi hér.

Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 10.8.2016.