Betri spítali á betri stað

Öll viljum við gott heilbrigðiskerfi á Íslandi.  Stór þáttur í því er að við komum okkur upp nýju glæsilegu, vel staðsettu hátækni þjóðararsjúkrahúsi.  Skiptar skoðanir eru um staðsetningu nýja Landspítalans.  Um 70% landsmanna, þar á meðal flestir læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn og annað heilbrigðisstarfsfólk, vill betri stað en Hringbrautin er og um 60% telur spítalann best staðsettann á Vífilstöðum.

Vorið 2015 stofnaði hópur áhugafólks Samtök um Betri spítala á betri stað að mínu frumkvæði og Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar.  Í hópnum eru meðal annars arkítektar, læknar, skipulagsfræðingur, verkfræðingar og viðskiptafræðingar, tæknifræðingar og fjölmiðlafólk.  Sumir í hópnum hafa árum saman barist fyrir því að Landspítalinn verði byggður á betri stað en Hringbraut er.  Lagði hópurinn mikla vinnu í að greina gögn um staðarvalið.  Ljóst er að forsendur fyrir staðsetningunni við Hringbraut eru afar veikar og mun nær að leita að besta mögulega staða fyrir spítalann.  Ég gegni óformlegu starfi framkvæmdastjóra fyrir hópinn.

Samtökin hafa sýnt fram á með skýrum rökum að með því að byggja á besta mögulega stað fæst nýr og betri Landspítali fyrir minna fé þegar upp er staðið, sem mun þjónusta notendur spítalans betur en hægt verður að gera með viðbyggingum á Hringbraut.

Samtökin Betri spítali settu upp vefsíðuna Betri spítali, halda úti vinsælli Facebook síðu, taka þátt í þjóðfélagsumræðunni, beita sér með ýmsum hætti í baráttunni fyrir málstaðnum.

Á vefsíðu samtakanna er mikill fróðleikur.Skjáskot heimasíða 171215

Margir fylgjast með og taka þátt á Facebook síða samtakanna.
Skjáskot 171215

Kastljós kvöldsins 11.11.2015 var tileinkað umræðunni um nýja hátæknisjúkrahúsið.Kastljós um spítalann
Farið var yfir þau yfir 10 ár sem tekið hefur að komast á þann stað sem við erum á í dag, rætt við lækna, arkitekta og þá sem hafa lagst yfir mögulegan kostnað við byggingu spítalans á mismunandi stöðum.

Í þáttinn mættu fulltrúar andstæðra sjónarmiða.  Fulltrúar Samtaka um Betri spítala á betri stað voru Ebba Margrét Magnúsdóttir, sérfræðilæknir á Kvennadeild LSH, Hilmar Þór Björnsson, arkitekt og ég Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur.

Fulltrúar annara sjónarmiða voru Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir hjartalækninga, Páll Hjaltason, arkitekt og fv. formaður skipulagsráðs og Gunnar Tryggvason, verkefnisstjóri hjá KPMG.

Margar blaðagreinar hafa verið ritaðar um málið.

Opinn fundur með fulltrúum stjórn var í Norræna húsinu í september 2017, í aðdraganda kosninga.  Nálgast má upptöku af fundinum hér.