Hálendisvegir, arðsemi og áhrif

Vönduðum hálendisvegum eftir vel völdum leiðum fylgja margir kostir.  Þeir stytta vegalengdir milli landshluta og eru því umhverfisvænir.  Þeir opna fleirum möguleika að upplifa sérstæða fegurð miðhálendis Íslands og efla ferðaþjónustu.  Þeir eru mikilvæg varaleið milli landshluta. Þeir eru hagkvæmir og þá má kosta af veggjöldum án útgjalda fyrir skattgreiðendur.

Mynd af hálendinu
Loftmynd af miðhálendi Íslands með teiknuðum veglínum hálendisvega.

Hugmyndir um hálendisvegi um Sprengisand og norðan Vatnajökuls eru ekki nýjar af nálinni.  Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor emeritus og fleiri hafa fjallað um hana.  Þótt hugmyndin sé heillandi er spurning hvort hún er raunhæf.

Haustið 2017 kannaði ég ýmsar upplýsingar um hálendisvegi og gerði atlögu að því að greina aðsemina. Til varð skýrslan Hálendisvegir, arðsemi og áhrif og tengt útreikningsskjal.

Skrifaði svo greinin Hálendisvegir, arðsemi og áhrif, sem kom í Mbl. 17. desember 2017.  Nokkur skoðanaskipti og ábendingar komu í framhaldinu og í framhaldinu aðlagaði ég útreikningana og skýrsluna.

Athugasemdir Ómars og fleiri um verðmæti ósnotrinnar náttúru eru mikilvægar.  Hugmyndin með hálendisvegum er meðal annars að gera þessi verðmæti aðgengilegri fyrir fleiri.

Tilvísarnir:

Framtíð þjóðvega á hálendinu – Málþing Vegagerðarinnar 11. maí 2021
Hálendið – Iceland.  Vefsíða áhugasamra aðila um miðhálendisþjóðgarð.
Efnahagslegur ábati af þjóðgörðum, Halldóra Hreggviðsdóttir, 24.01.2018
Hálendisvegir, arðsemi og áhrif. Grein GS í Mbl. 17.12.2017.
Getur landleið milli staða orðið styttri en stysta loftleið?  Grein Ómars Ragnarssonar í Mbl. 19.12.2017
Hálendisvegir, skaðsemi og eyðilegging  Grein Ólafs B. Schramí Mbl. 27.12.2017
Hálendisvegir og hálendisþjóðgarðar Grein GS í Mbl. 28.12.2017
Uppbyggður vegur yfir Bárðarbungu?   Grein Ómars Ragnarssonar í Mbl. 5.1.2018
Sprengisandsleið – Mat á umhverfisáhrifum. Vegagerðin, Helga Aðalgeirsdóttir og Sóley Jónasdóttir.  10.2014
Mikil tækifæri með hálendisvegi norðan Vatnajökuls. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur, 12.11.2013
NÝR KJALVEGUR, Mat á þjóðhagslegri arðsemi.  Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.  02.2007.
Hugmynd að fyrsta heildarskipulagi Íslands.  Trausti Valsson, skipulagsfræðingur. Bók 1987.