Fluglestin kemur fljótlega

Fluglest, hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, er mjög hagkvæm samgöngubót sem hentar vel í einkaframkvæmd án útgjalda fyrir skattgreiðendur.   Nærtækt er að taka Flytoget og Gardermoen flugvöll við Oslo til samanburðar.  Um þetta fjallar greinin í Morgunblaðiðinu 12. október 2013.

Fluglestin kemur

Dóra Björt, dóttir mín og Guðrúnar Barböru bjó nokkur ár í Oslo við nám og störf.  Eftir eina heimsóknina til Dóru, þar sem að sjálfsögðu var ferðast með Flygtoget milli Gardermoen og miðborgarinnar, gerði ég fjárhagslega athugun á grundvelli þess að slík lest yrði lögð á Íslandi.  Fékk ég upplýsingar frá Flygtoget varðandi nýtingu lestarinnar, stofnkostnað, rekstrarkostnað og tekjur og yfirfærði sambærilega lest milli Keflavíkur og Reykjavíkur.

Niðurstöðurna komu í þessari grein í Morgunblaðinu sem ég sendi sveitarfélögunum á svæðinu sem og nokkrum þingmönnum og ræddi persónulega við nokkra um málið.

Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá var tveimur mánuðum síðar stofnað undirbúningsfélag sem fyrst var kallað háhraðalest en síðan bara Fluglest.  Í verkefni Fluglestarinnar eru meginniðurstöður sambærilegar nema hvað fjölgun ferðamanna hefur verið hraðari en talið var varlegt að miða við árið 2013.  Ljóst er að innan 5 ára verður fjárhagslegur grundvöllur fluglestar tryggur.  Samfélagslegur ábati af lestinni er talinn 40-60 millljarðar króna núvirtur.

Á næstu árum kemur í ljós hvort fjárfestar telja nægilega góðan grunn fyrir að fjármagna verkefnið.  Byggingartími lestarinnar eftir ákvörðun verður um 8 ár.

Tilvísanir:

Fluglestin kemur fljótlega.  Grein í Morgunblaðiðinu 12. október 2013

Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin, grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 10. ágúst 2016

Spegillinn á RÚV fjallar um Fluglestina 23.8.2016